Hafa samband

INSPIRING

STRATEGIES

THAT POWER

CREATIVITY

INSTRUMENT er öflugt ráðgjafar­fyrirtæki sem vinnur með viðskipta­vinum í leit að faglegri markaðsaðstoð og strategískri ráðgjöf.

Með áherslu á rannsóknir, gögn og greiningu í bland við skapandi strategíu, innsæi og þriggja áratuga reynslu höfum við leitt stór og smá fyrirtæki áfram í vörumerkja­uppbyggingu og markaðsstarfi hér heima og erlendis. Styrkur okkar liggur í að tengja saman vel skilgreinda stefnu og sköpunargáfu ásamt því að styrkja grunn vörumerkja til að auka verðmæti þeirra.

Hvað við bjóðum upp á

Vörumerkjastefna

Skýr vörumerkjastefna leiðir til stórra og árangursríkra hugmynda. Við bjóðum þér að taka þátt í ferðalagi þar sem við greinum tilgang, loforð og stöðu vörumerkisins þíns á markaði. Meginmarkmiðið er að mynda, stækka og auka sýnileika vörumerkja.

ALÞJÓÐLEG MARKAÐSSETNING

Stór hluti af daglegu starfi Instrument er að aðstoða íslensk fyrirtæki við að markaðssetja sig erlendis.  Þar skiptir máli að hafa skýra og skilgreinda stefnu til að geta  styrkt vörumerki fyrirtækja enn frekar. Við vinnum náið með fyrirtækjum í markaðsmálum og almanna­tengslum á öllum helstu mörkuðum þar sem íslensk fyrirtæki selja vörur sínar, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku.

VÖRUMERKJAVINNUSTOFUR

Vörumerkjavinnustofur eru árangursrík nálgun til að skilja styrkleika og veikleika þíns vörumerkis. Við förum yfir vörumerkið með sex einföldum æfingum til að fá betri skilning á starfsemi fyrirtækisins.

STUÐNINGUR VIÐ NÝSKÖPUN

Stefna, sköpun og nýsköpun – allt hjá einu ráðgjafarfyrirtæki. Frá upphafi höfum við lagt kapp á að nýta reynslu okkar og nálgun til að vinna með ungum og upprennandi frumkvöðlum. Við höfum kennt markaðssetningu í öllum hröðlum Klaks síðustu þrjú ár og verið VMS mentor frá upphafi.  Við skiljum umhverfi nýsköpunarfyrirtækja og vinnum með þeim að gerð nýrra og spennandi vörumerkja.

Öflugt samskipta­félag opnar skrifstofu á Íslandi — Ný leið til markaðs­setningar fyrir íslensk fyrirtæki

“W IS ONE OF A HANDFUL OF
AGENCIES THAT CAN GENUINELY
CLAIM TO HAVE SHAKEN UP THE
PR INDUSTRY IN THE PAST DECADE.”

Danny Rogers, Editor-in-Chief, PRWeek
(Shortlist for PR Agency of the Decade, 17 December 2019)

Í samvinnu við Instrument hefur PR-stofan W Communications opnað sitt fyrsta útibú á Norðurlöndunum hér á Íslandi undir nafninu W/Nordic.

Með komu W til Íslands fá íslensk fyrirtæki og stofnanir aðgang að nýjum leiðum til að kynna sig og markaðssetja vörur sínar í gegnum tengslanet stofunnar á helstu mörkuðum sem og  á nýjum og vaxandi markaðssvæðum í Asíu og Mið-Austurlöndum.

Í vinnu sinni leggur W áherslu á að búa til áunna umfjöllun, svokallað Earned First, fyrirviðskiptavini sína. Áunnin umfjöllun er nýtt markaðslegt tól sem er að ryðja sér til rúmserlendis. Adweek segir að „The future of Marketing is Earned - As consumer behaviour shifts and budgets shrink Earned First is becoming more important.“  Þessi leið er blanda af almannatengslum (PR) og efnismarkaðssetningu (content marketing) þar sem herferðir eru unnar á skapandi hátt en ná um leið að byggja upp vörumerki auglýsanda og styrkja leitarvélabestun. Því má telja ljóst að W/Nordic bjóði upp á áður óþekkt vöruframboð á innlendum markaði. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa þegar nýtt sér þessa aðferðafræði til að ná til markhópa sinna á áhrifaríkari hátt.

W hefur horft til íslenska markaðarins í dágóðan tíma en undanfarin ár hefur stofan tekið að sér verkefni hér á landi í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Instrument og sköpunarstofuna Brandenburg. Samstarf W við Instrument er mikilvægur hlekkur í áformum þeirra hér á landi og á Norðurlöndunum – þau vilja eiga samstarfsaðila sem eru með mikla alþjóðlega reynslu í markaðssetningu á erlendum mörkuðum og sér í lagi á Norðurlöndunum.  

W á sér langa sögu en stofan hefur unnið fjölda verðlauna, verið valin „PR Agency of the Decade“  af PR Week  og unnið 16 Cannes ljón fyrir herferðir sínar.  Aðalskrifstofa W er í London en þau er einnig með skrifstofur í New York, Singapúr, Dubai, París og nú einnig í Reykjavík. Um það bil 150 manns starfa hjá W Communications um allan heim og hafa þau unnið fyrir stærstu fyrirtæki í heimi eins og Sony, Levi’s, British Airways og Disney.