Vörumerkjastefna
Skýr vörumerkjastefna leiðir til stórra og árangursríkra hugmynda. Við bjóðum þér að taka þátt í ferðalagi þar sem við greinum tilgang, loforð og stöðu vörumerkisins þíns á markaði. Meginmarkmiðið er að mynda, stækka og auka sýnileika vörumerkja.
ALÞJÓÐLEG MARKAÐSSETNING
Stór hluti af daglegu starfi Instrument er að aðstoða íslensk fyrirtæki við að markaðssetja sig erlendis. Þar skiptir máli að hafa skýra og skilgreinda stefnu til að geta styrkt vörumerki fyrirtækja enn frekar. Við vinnum náið með fyrirtækjum í markaðsmálum og almannatengslum á öllum helstu mörkuðum þar sem íslensk fyrirtæki selja vörur sínar, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku.
VÖRUMERKJAVINNUSTOFUR
Vörumerkjavinnustofur eru árangursrík nálgun til að skilja styrkleika og veikleika þíns vörumerkis. Við förum yfir vörumerkið með sex einföldum æfingum til að fá betri skilning á starfsemi fyrirtækisins.
STUÐNINGUR VIÐ NÝSKÖPUN
Stefna, sköpun og nýsköpun – allt hjá einu ráðgjafarfyrirtæki. Frá upphafi höfum við lagt kapp á að nýta reynslu okkar og nálgun til að vinna með ungum og upprennandi frumkvöðlum. Við höfum kennt markaðssetningu í öllum hröðlum Klaks síðustu þrjú ár og verið VMS mentor frá upphafi. Við skiljum umhverfi nýsköpunarfyrirtækja og vinnum með þeim að gerð nýrra og spennandi vörumerkja.